
Vetrarnámskeið 2026
Golfnámskeið vetrarins hefjast í janúar 2026 og eru 8 vikna skipulögð dagskrá. Kennslustundirnar eru 6 og eru 2 skipulögðar æfingavikur um miðbikið sem miða að því að þjálfa nemendur að æfa sig með skipulögðum hætti upp á eigin spýtur.

60.000 kr

-
Kennslustundir eru 45 mínútur og eru 4 nemendur saman í hópi. Þrjár kennslustundir í janúar og 3 í febrúar og mars
-
Kennt er frá kl 7:00-14:30 mánudaga-fimmtudaga
-
Nýskráðir / Innskráðir meðlimir geta bókað sig sjálfir á námskeið
-
Aðgangur í golfherma Golfhallarinnar Granda meðan á námskeiði stendur er innifalinn(1 í hverjum hermi)

-
Ef hermar eru lausir er innifalið fyrir meðlimi Golfhallarinnar sem eru þátttakendur á vetrarnámskeiði að hita upp í 15 mín fyrir- og/eða slá á eftir kennslustund án þess að rukkað sé fyrir það sérstaklega.
-
Fyrir kylfinga sem ekki eru meðlimir í Golfhöllinni en á námskeiðinu kostar upphitunin/úrvinnslan 1500 krónur hálftíminn.
-
Allir nemendur á Vetrarnámskeiði verða sjálfkrafa meðlimir á síðunni www.raggasig.com.
-
Nánari upplýsingar gefur Ragga í síma 822 5660 / netfang: ragga@golfhollin.is