
Fjarkennsla
Fjarkennsla fer þannig fram að kylfingur pantar tíma í hermi nr 6 í Golfhöllinni Granda. Fer eftir fyrirmælum sem fylgja hér. Slegnir eru 25-30 boltar og kennara send skýrsla. Elva ofurtölva tekur myndir og myndbönd af hreyfingum kylfingsins ásamt að kortleggja hreyfingarnar. Kennarinn og nemandinn fá upplýsingar í Elvu Appi.
ATHUGIÐ! Starfsmenn Golfhallarinnar Granda eru boðnir og búnir að aðstoða ykkur við neðangreindar athafnir.
9.000 kr
FJARKENNSLA LEIÐBEININGAR:
• Panta hermi nr 6 í Golfhöllinni Granda
• 30 mín er nóg, af því að þetta er kennslutími er verðið 1500 krónur.
• Mánaðargjald í Elvu er 4000 krónur en þú mátt prófa frítt.
• Ef þér líkar vel, kaupirðu þér mánaðaráskrift og getur þá verið að vinna í því sem kennari leggur til :)
Þú byrjar á að kveikja á Trackman og Elvu.
TRACKMAN
• Skráir þig inn í Trackman með TRACKMAN GOLF appinu.
• Velur PRACTICE... þaðan velur þú SHOT ANALYSIS....
Þegar þú ert búinn að hita upp í Trackman og ert tilbúinn þá þarf að passa að velja kylfuna sem þú vilt sýna mér, það gerir þú með því að velja kylfuna efst á miðjum skjá.
Næsta skref er að skrá sig inn í Elvu..

9.000 kr

ELVA
• Þú lætur starfsmennina hjálpa þér að kveikja á tölvunni, ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN AÐ HITA UPP OG EKKI FYRR! skráir þú þig inn í ELVU
• Þú scannar QR kóðann á skjánum og færð leiðbeiningar um að velja þér lykilorð...
• þegar því ferli er lokið þarft þú ekki að hugsa neitt nema að alla bolta sem þú slærð máttu ekki slá fyrr en það er komið READY ljós á ELVUtölvuskjánum fyrir framan þig.
• Ljósið kviknar þegar ELVA sér boltann og hún sér ekki boltann nema að hann sé á ferkantaða mottusneplinum fyrir framan myndavélina, fyrir framan þig.
• Ef þú vilt slá með annarri kylfu þarftu að skipta um kylfu á TRACKMAN skjánum efst í miðju svo Tracman viti hvaða kylfu þú varst með.
• Þegar þú hefur lokið slættinum sendir þú kennara þínum skýrslu.
• Skýrsla er send með því að ýta á REPORT táknið neðst í vinstra horni á TRACKMAN skjá.
• Kennari fær svo sjálfkrafa skýrslu frá Elvu en nauðsynlegt er að senda kennara sínum notendanafn og lykilorð í ELvu í tölvupósti eða skilaboðum: ragga@golfhollin.is
• Þegar nemandi hefur borgað vinnur kennari úr upplýsingum frá Trackman og Elvu og sendir nemanda sínum niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir.

