

Velkomin!
Hér á síðunni minni getið þið fundið fróðleik um golf og leitað lausna á golftengdum vandamálum ykkar. Eins er hér ýmislegt að finna fyrir þá sem vilja gera gott golf betra.
Ef þið hafið áhuga á golfferðum í sólina á meginlandi Spánar eða Kanaríeyjum getið þið líka fundið upplýsingar um ferðir hér.

Hver er Ragga Sig?
PGA golfkennari, eigandi.
Fjölskylda: Eiginmaður, Jón Andri Finnsson, smiður og PGA golfkennari dætur Hildur Kristín Þorvarðardóttir fædd 1992, Lilja Þorvarðardóttir fædd 1994 stjúpdætur Sara Sif Jónsdóttir fædd 2001, Alexandra Bía Sumarliðadóttir fædd 1995 Byrjaði í golfi: Í Grafarholti 1983 Afrek/landsliðssæti: Stúlknameistari 1984-1988 Íslandsmeistari í höggleik 1985, 1998, 2003, 2005 Íslandsmeistari í holukepni 7 sinnum síðast árið 2005 Reykjavíkurmeistari 22 sinnum síðast árið 2018 Stigameistari kvenna 10 sinnum síðast árið 2008 Landsliðssæti frá 1985 - 2002 Topp 10 í kjöri þróttamanns ársins 1998 og 2003, Íþróttamaður Reykjavíkur 2005 Menntun: Íþrótta og grunnskólakennari frá KHÍ (1994), Golfkennarapróf frá PGA á Íslandi (vor 2008) Golfkennsla: Umsjón með golfskóla Golfklúbbs Reykjavíkur fyrir börn og unglinga 1986-1997 Golfkennsla/einkakennsla-námskeið frá 2002, í Básum fram til ársins 2021. Kennsla í Trackman hermum GKG 2021-2022 og í Golfhöllinni Granda frá haustmánuðum 2022. Golfkennsla og fararstjórn á Spáni frá 2007 á vegum GolfSögu. GolfSaga er í eigu Ragnhildar Sigurðardóttur, Harðar Arnarsonar og Magnúsar Birgissonar PGA golfkennara.
Kennslugögn
Myndbönd, greinar, glósur, fjarkennsla.
Nánast frá upphafi golfkennsluferilsins hafa nemendur mínir fengið glósur og kennslugögn eftir kennslustundir sínar, fyrst í tölvupóstum en síðar á netinu í FB hópum og á heimasíðu minni.
Hér á þessarri síðu er safnið eins og það leggur sig en viðbætur munu koma inn jafnóðum. Frá því að ég byrjaði að kenna golf í Trackman hermum hef ég verið iðin við það að búa til kennsluefni sem tengist notkun hermanna.
Sem meðlimur hefur þú óheftan aðgang að kennslugögnum á heimasíðunni minni.
Hér eru að finna myndbönd, greinar og glósur úr námskeiðum.
Einnig geta meðlimir nýtt sér fjarkennslu og sent inn myndbönd og fengið greiningu á sveiflunni sinni.






















