
_edited_edit.jpg)
Vantar þig ný grip, langar þig í nýjar kylfur?
Hér getur þú fengið hjálp við gripskipti og eða látið mæla hvernig kylfur henta þér best !

PURE GRIPS
-
Eru gripin á kylfunum þínum orðin sleip?
-
Þú getur prófað að þvo þau og skrúbba með naglabursta
-
mæli með sjóðandi heitu vatni og sápu
-
Ef það virkar ekki, þá er ekki um annað að ræða en að fá sér ný
-
Bestu grip sem ég hef prófað eru PURE GRIPS frá Netgolfvörum
-
Hér finnur þú innan seilingar hnapp þar sem þú getur sett þig í samband við Einar Bjarna Jónsson sem tekur að sér að skipta um grip fyrir þig.
-
Frábær þjónusta og gott verð!

KYLFUMÆLINGAR OG SÉRSMÍÐI
-
Kylfingurinn mætir í stutt viðtal, þar er kannað hverju hann er að sækjast eftir og þarfir kortlagðar.
-
Fyrri kylfur eru skoðaðar og metið hvort eitthvað megi betur fara.
-
Kylfingurinn mældur og sveiflan skoðuð. Hvaða lengd á kylfum ætti að henta, hvaða sköft , hvaða stærð af gripi og hvernig áferð á gripi á best við.
-
Hvaða hausa vill kylfingurinn, vill hann þá sem fyrirgefa mest eða ákveðið útlit og tilfinningu?
-
Hvað má eyða miklum peningum í kylfurnar?
-
Er viðkomandi slæmur í liðum?
-
Eftir allar mælingar og eftir að kylfuhausar og grip hafa verið valin er kylfa sett saman og prófuð.
-
Kylfingurinn slær í golfhermi til að finna hvort kylfan virkar vel. Ef hún gerir það þá er undirbúningi lokið. Ef hún virkar ekki nógu vel er reynt að komast að rótum vandans og prófað áfram uns árangur næst.
-
Fláa má breyta á sumum kylfum til að laga óeðlileg högglengdarbil ef þau eru til staðar.
-
-
Mæling tekur u.þ.b. klukkustund
-
Ekta sérsmíði fer fram hjá kylfusmið sem býður upp á úrval af hausum, sköftum og gripum handa ólíkum kylfingum.