
Fjarþjálfun
Gull, Silfur eða Brons.
Fjarþjálfun byggir á skýrri dagskrá, markvissum æfingum og einföldum leiðbeiningum.
Þú æfir heima og í Golfhöllinni Granda – ég fylgi þér eftir í gegnum Golfdagbókina ásamt TrackMan og ELVU.
Veldu leið sem hentar þér; skref fyrir skref.
Nemandinn fær þjálfun í notkun golfdagbókar og kortlagningu golfiðkunar sinnar. Kennari vinnur úr upplýsingum fjarkennslutíma og kemur með tillögur að breytingum og skipulagi æfinga.
Fjarþjálfun sem í boði er er annarsvegar mánaðarskipulag og hinsvegar tvær útgáfur af tveggja mánaða skipulagi.
ATHUGIÐ! Starfsmenn Golfhallarinnar Granda eru boðnir og búnir að aðstoða ykkur við neðangreindar athafnir.
FJARÞJÁLFUN LEIÐBEININGAR:
1. Pöntun og framkvæmd
-
Veldu áskrift: Brons (1 mán), Silfur (2 mán) eða Gull (2 mán)
-
Bókaðu tíma í hermi 6 í Golfhöllinni Granda fyrir upphafsgreiningu
-
Fylgdu prógramminu og skráðu æfingar í Golfdagbókina
-
Skilaboð og eftirfylgni fara fram í gegnum dagbókina og fjarfund
2. TrackMan – svona byrjarðu
-
Skráðu þig inn í TrackMan með Trackman Golf appinu
-
Veldu PRACTICE → SHOT ANALYSIS og hitaðu upp
-
Eftir upphitun þarftu að velja kylfu efst á miðjum Trackman skjá
-
Skráðu þig inn í ELVU(farðu eftir leiðbeiningum)
-
Ljúktu við lotu (8–15 boltar) og deildu REPORT með mér beint úr SHOT ANALYSIS eða appinu
-
Skráðu stutta athugasemd í Golfdagbókina (hvernig gekk / hver voru áhersluatriðin)

3. ELVA – hreyfigreining
-
Eftir upphitun í Trackman, skráir þú þig inn í Elvu
-
Staðsettu boltann→ Elva sér boltann þegar hann er fyrir framan myndavélina fremst á höggmottu→ READY ljós birtist þegar ELVA er tilbúin að lesa
-
Sláðu 8-15 bolta með hverri kylfu sem þú vilt sýna kennara þínum;
-
Í fyrstu atrennu þarft þú ekkert að kunna að lesa úr upplýsingum ELVU
-
Kennari þinn kemst í allar ELVU upplýsingar í gegnum appið þegar þú hefur sent netfang og lykilorð við bókun fjarþjálfunar
-
Svör og leiðbeiningar ásamt æfingaáætlun frá kennara fylgja í kjölfarið

HVAÐ ER BRONSÁSKRIFT?
• ,,Fyrsta skrefið að markvissum æfingum'' -
• Sérhannað mánaðarskipulag með æfingaáætlun og aðgangi að Elvu
• Einn fjarkennslutími í byrjun og annar í lok mánaðrins
• Þjálfun í notkun GOLFDAGBÓKAR
• Aðgangur að notkun kennsluefnis á heimasíðunni
• Bronsáskrift er grunnurinn - hannaður fyrir þá sem vilja hefja skipulagðar æfingar og byggja upp reglufestu

HVAÐ ER SILFURÁSKRIFT?
• ,,Næsta skref - meiri leiðsögn, aukinn stöðugleiki.''
• Sérhannað tveggja mánaða skipulag með æfingaáætlun og aðgangi að Elvu
• Einn fjarkennslutími í byrjun hvors mánaðar ásamt öðrum í lok hvors mánaðar
• Þjálfun í notkun GOLFDAGBÓKAR
• Aðgangur að notkun kennsluefnis á heimasíðunni
• Skipulag og eftirfylgni sem heldur þér á réttri braut
• Silfuráskrift er fyrir þá sem vilja vinna skipulega og fá meiri leiðsögn frá kennara sínum
25.000 kr
HVAÐ ER GULLÁSKRIFT?
„Fullur stuðningur og fagmennska alla leið“
• Sérhannað tveggja mánaða skipulag með æfingaáætlun og aðgangi að Elvu
• Þrir fjarkennslutímar í hvorum mánuði og einn fjarfundur í lok hvors mánaðar
• Vinna með golfdagbókina er rauði þráðurinn í utanumhaldi æfinga og markmiðssetninga
• Persónuleg eftirfylgni og stöðugur stuðningur frá kennara
• Gull er fyrir þá sem vilja hámarksárangur með persónulegri leiðsögn og fagmennsku frá fyrsta skrefi
45.000 kr
65.000 kr