Ertu forvitin að vita hvað er í boði hjá mér? Hér eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim. Ekki hika við að hafa samband ef þú finnur ekki svörin sem þú leitar að.
Einkatímar
Námskeið
Kylfur
Golfhöllin
ELVA-fjarkennsla og fjarþjálfun
GolfSaga golfferðir
Einkatíminn kostar 9000 kr(kennslugjald) og er 30 mínútna langur. Mjög algengt er þó að fólk bóki klukkustundar kennslu í fyrstu kennslustund.Hermagjaldið er 1500 krónur hver hermir í 30 mínútur, þannig að hver tími kostar 9000 kr + hermagjöld(fer eftir fjöldanem)
Í einkatíma geta komið saman 4 einstaklingar en þá er ráðlagt að panta klukkustund til þess að allir fái þá athygli sem þeir eiga skilið.Klukkustund í einkakennslu kostar 18.000 og svo leggst hermagjald ofan á það 3000 kr fyrir hvern hermi.
Vegna þess hve eftirspurnin er mikil eftir golfkennslu er ekki magnafsláttur af einkatímum. Í staðinn er hægt að bóka sig á námskeið eða koma 2-4 saman í einkatíma.Aukakostnaður er hermagjöld, því hver hermir kostar 1500kr/30 mín en kennslugjaldið er það sama hvort sem það eru 1-4 saman í kennslustund.
Lausa tíma er hægt að sjá á dagatalinu mínu. Ef enga lausa tíma er að finna er hægt að leggja inn beiðni um kennslustund með því að bóka kennslu og setja sig á biðlista. Haft verður samband innan tveggja sólarhringa nema annað sé tekið fram þegar bókað er.
Eftirfarandi gildir ef þú ert meðlimur:Ef mikið er að gera hjá kennaranum þínum og engir tímar lausir, gæti lausnin sem hentaði þér í bili að minnsta kosti, verið fjarkennsla.Það sem þú gerir:1. Þú pantar þér tíma í ELVU sem er Gervigreindartæki í golfhermi nr 6 í Golfhöllinni.Starfsmaður hjálpar þér að stilla alla hluti og kveikja á Gervigreindinni(Sjá upplýsingar um ELVU hér í ELVU þræði).2. Þú þarft að innskrá þig í kennsluaðgang hjá Röggu(starfsmaður hjálpar þér)3. Þú slærð þau högg sem þú vilt láta laga hjá þérVIPPIN, JÁRNIN, LENGRI KYLFURNARÞað er mikilvægt að Trackman sé rétt stilltur en starfsmenn hjálpa til við það, en mikilvægt er að höggin séu slegin í SHOT ANALYSIS kerfinu.4. Mikilvægt er að merkja alltaf við í Trackman hvaða kylfu þú slærð með