top of page

SKILMÁLAR & SKILYRÐI

Anchor 1

ALMENNT

Þessi skilmálar gilda um alla golfkennslu og námskeið sem veitt eru af Á Pari, hvort sem um er að ræða staðbundna kennslu eða fjarkennslu. Með því að bóka tíma eða námskeið samþykkir viðskiptavinur þessa skilmála.

RÉTTUR TIL ÞÁTTTÖKU

Viðskiptavinir þurfa að vera í andlegu og líkamlegu ástandi sem gerir þeim kleift að taka þátt í golfkennslu. Þeir eru ábyrgir fyrir eigin heilsu og öryggi á meðan á kennslu stendur.

BÓKANIR OG GREIÐSLUR

Allar bókanir skulu fara fram í gegnum vefsíðu Á Pari eða með samþykki í gegnum síma/tölvupóst. Greiðsla fer fram við bókun nema annað sé sérstaklega tekið fram. Við tökum við greiðslum með korti, Apple Pay og PayPal.

AFBÓKANIR OG ENDURGREIÐSLUR

  • Afbókun með minnst 24 klst. fyrirvara veitir fulla endurgreiðslu eða flutning á tíma.

  • Afbókanir með skemmri fyrirvara eru ekki endurgreiddar.

  • Kennari áskilur sér rétt til að færa eða fella niður tíma vegna veikinda eða óviðráðanlegra aðstæðna, með fullri endurgreiðslu eða öðrum lausnum í samráði við viðskiptavin.

GJAFABRÉF

  • Gjafabréf eru ekki endurgreidd.

  • Þau gilda í 12 mánuði frá útgáfudegi nema annað sé tekið fram.

  • Skráning í tíma með gjafabréfi þarf að fara fram með fyrirvara og staðfestingu.

  • Gjafabréf má ekki nýta í peningum né skipta út fyrir vörur eða þjónustu sem þau ná ekki til nema með samþykki.

HÓPANÁMSKEIÐ

  • Verð og skilmálar hópanámskeiða eru birt sérstaklega og taka mið af fjölda þátttakenda.

  • Skráning er bindandi eftir greiðslu og sæti tryggt eftir greiðslu.

  • Ef þátttakandi hættir við þátttöku innan 7 daga fyrir upphaf námskeiðs, fæst engin endurgreiðsla.

  • Ef námskeiði er frestað af hálfu kennara, fæst full endurgreiðsla eða framselt sæti.

NOTKUN TRACKMAN

  • Kennsla með TrackMan fer fram í samþykktum tækjabúnaði í Golfhöllinni Granda eða samkvæmt samkomulagi.

  • Viðskiptavinur samþykkir að gögn (mælingar, myndbönd) sem verða til í TrackMan séu notuð í kennsluskyni.

  • Gögn eru ekki afhent þriðja aðila nema með samþykki.

  • Notendur bera ábyrgð á að fara að reglum við notkun tækjanna og greiða fyrir þá þjónustu sem veitt er í tengslum við þau.

NOTKUN NÁMSGAGNA OG HUGVERKARÉTTUR

Allt efni sem notað er í kennslu og á námskeiðum er eign Á Pari. Afritun, miðlun eða notkun í öðru samhengi en í tengslum við eigin kennslu er óheimil án skriflegrar heimildar.

PERSÓNUVERND

Við vinnum með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög um persónuvernd. Upplýsingar um nafn, netfang, símanúmer og námsferil eru aðeins notaðar í þeim tilgangi að veita faglega og örugga þjónustu. Engum upplýsingum er deilt með þriðja aðila nema með samþykki.

ÁBYRGÐARTAKMÖRKUN

Golfkennari ber ekki ábyrgð á slysum, meiðslum eða persónulegum skaða sem kunna að verða í tengslum við þátttöku í kennslu, nema um stórfellt gáleysi af hálfu kennara sé að ræða. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á eigin tryggingum og búnaði.

BREYTINGAR Á SKILMÁLUM

Á Pari áskilur sér rétt til að uppfæra þessa skilmála hvenær sem er. Nýjasta útgáfa verður alltaf aðgengileg á vefsíðunni. Með áframhaldandi þátttöku samþykkir viðskiptavinur nýjustu útgáfu skilmálanna.

bottom of page