top of page
ragga2005.jpeg

Velkomin!

Hér á síðunni minni getið þið fundið fróðleik um golf og leitað lausna á golftengdum vandamálum ykkar.  Eins er hér ýmislegt að finna fyrir þá sem vilja gera gott golf betra.
Ef þið hafið áhuga á golfferðum í sólina á meginlandi Spánar eða Kanaríeyjum getið þið líka fundið upplýsingar um ferðir hér.
56bc23_ddbea6a657134cb5bacfe61598a52583~mv2.avif

Hver er Ragga Sig?

PGA golfkennari, eigandi.

Fjölskylda:   Eiginmaður, Jón Andri Finnsson, smiður og PGA golfkennari dætur Hildur Kristín Þorvarðardóttir fædd 1992, Lilja Þorvarðardóttir fædd 1994  stjúpdætur Sara Sif Jónsdóttir fædd 2001, Alexandra Bía Sumarliðadóttir fædd 1995 Byrjaði í golfi:   Í Grafarholti 1983 Afrek/landsliðssæti:   Stúlknameistari 1984-1988 Íslandsmeistari í höggleik 1985, 1998, 2003, 2005 Íslandsmeistari í holukepni 7 sinnum síðast árið 2005 Reykjavíkurmeistari 22 sinnum síðast árið 2018 Stigameistari kvenna 10 sinnum síðast árið 2008 Landsliðssæti frá 1985 - 2002 Topp 10 í kjöri þróttamanns ársins 1998 og 2003, Íþróttamaður Reykjavíkur 2005 Menntun:   Íþrótta og grunnskólakennari frá KHÍ (1994), Golfkennarapróf frá PGA á Íslandi (vor 2008)  Golfkennsla:   Umsjón með golfskóla Golfklúbbs Reykjavíkur fyrir börn og unglinga 1986-1997 Golfkennsla/einkakennsla-námskeið frá 2002, í Básum fram til ársins 2021. Kennsla í Trackman hermum GKG 2021-2022 og í Golfhöllinni Granda frá haustmánuðum 2022. Golfkennsla og fararstjórn á Spáni frá 2007 á vegum GolfSögu. GolfSaga er í eigu Ragnhildar Sigurðardóttur, Harðar Arnarsonar og Magnúsar Birgissonar PGA golfkennara.

snati og kennsla.jpeg

Kennslugögn

Myndbönd, greinar, glósur, fjarkennsla.

Nánast frá upphafi golfkennsluferilsins hafa nemendur mínir fengið glósur og kennslugögn eftir kennslustundir sínar, fyrst í tölvupóstum en síðar á netinu í FB hópum og á heimasíðu minni.

​Hér á þessarri síðu er safnið eins og það leggur sig en viðbætur munu koma inn jafnóðum.  Frá því að ég byrjaði að kenna golf í Trackman hermum hef ég verið iðin við það að búa til kennsluefni sem tengist notkun hermanna.
Sem meðlimur hefur þú óheftan aðgang að kennslugögnum á heimasíðunni minni.


Hér eru að finna myndbönd, greinar og glósur úr námskeiðum.
Einnig geta meðlimir nýtt sér fjarkennslu og sent inn myndbönd og fengið greiningu á sveiflunni sinni.

Myndir úr lífi og starfi

1985 - ?.
bottom of page